Sjóræningjafánum verður flaggað vítt og breytt um á Akureyri á morgun í tilefni af frumsýningu Gulleyjunnar. Verslunin the Viking á Akureyri hefur styrkt Leikfélag Akureyrar um hátt í hundrað stykki af sjóræningjafánum. Tilefnið er að félagið frumsýnir sjóræningjaleikritið Gulleyjuna næstkomandi föstudagskvöld. Þessir fánar verða gefnir til allra þeirra sem eiga flaggstöng og vilja sýna sjóræningjunum samstöðu með því að draga fána á hún. Áhugasamir eru hvattir til að nálgast fána í miðasölu Samkomuhússins fyrir frumsýninguna, sem er að kvöldi 27.janúar.