Sjö virk smit á Norðurlandi eystra og allt landamærasmit

Akureyri. Mynd/Ármann Hinrik.
Akureyri. Mynd/Ármann Hinrik.

Sjö virk Covid-19 smit eru nú á Norðurlandi eystra og eru þetta allt landamærasmit. Tíu eru í sóttkví. Því eru ekki samfélagssmit í gangi í landsfjórðungnum. Fimm smit eru á Akureyri og tvö Þingaeyjarsveit eftir því sem fram kemur í Facebookfærslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Lögreglan hvetur alla til að halda áfram að sinna sínum persónulegum sóttvörnum og kynna sér vel nýju sóttvarnarreglurnar sem að tóku nýlega í gildi.


Nýjast