Akureyri vann afar mikilvægan sigur í N1-deild karla í handknattleik í dag er liðið lagði Val á útivelli, 30-23, og með sigrinum fara Akureyringar upp í 14 stig upp hlið Fram í fjórða til fimmta sæti deildarinnar og skilja Val eftir með 11 stig í sjötta sæti. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11, en grunninn að sigrinum lagði Akureyri með frábærum kafla í upphafi síðari hálfleiks. Stigin tvö eru geysilega mikilvæg fyrir Akureyringa sem eru komnir í fínu stöðu fyrir seinni hluta Íslandsmótsins.
Bjarni Fritzson fór á kostum í sóknarleik Akureyrar og skoraði 10 mörk en hjá Val var Sturla Ásgeirsson markahæstur með 9 mörk.