Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri samþykkja ekki útfærslu á þéttingu byggðar í Kotárborgum eins og hún er sett fram í tillögu að aðalskipulagi 2018-2030 í svörum við athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi.
Byggingaráform á klöppunum á Kotárborgum á Akureyri, svæðinu á milli Háskólans og leikskólans Pálmholts, hafa minnkað nokkuð frá fyrri tillögum Akureyrarbæjar. Gert var ráð fyrir 260 nýjum íbúðum á svæðinu en nú stendur til að reisa 100-150 íbúðir á reit fast við Gerðahverfi og svo ótilteknum fjölda íbúða fyrir háskólann á miðjum klöppunum.
Íbúar í Gerðahverfi og nálægum svæðum hafa verið uggandi yfir fyrirhuguðum framkvæmdum í Kotárborgum og spruttu upp heitar umræður um málið fyrir ári síðan þegar Akureyrarbær kynnti nýtt aðalskipulag. Í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir m.a.:
„Það er sjálfsagt að gera ráð fyrir byggð á Pálmholtsreitnum og í beinni línu norður að verndarsvæði Glerár. Við teljum þörf á frekari umræðu um uppyggingu svæðisins og þróun þess áður en meira svæði er lagt undir sem byggingarland.“