10. mars, 2009 - 10:51
Fréttir
Skilafresti á listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs Einingar-Iðju fyrir
starfsárið 2009-2010 lauk í gær. Engar tillögur eða listar bárust um mótframboð gegn núverandi stjórn og verður Björn
Snæbjörnsson því áfram formaður.
Núverandi stjórn verður lýst sjálfkjörin fyrir starfsárið 2009-2010 á aðalfundi félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 2.
apríl nk. Matthildur Sigurjónsdóttir verður áfram varaformaður og Halldóra H. Höskuldsdóttir áfram ritari stjórnar
félagsins.