Sitthvað í Skarpi í dag

Leikhópurinn Orginal sem frumsýnir nýtt íslenskt verk í Túni á Húsavík í kvöld.
Leikhópurinn Orginal sem frumsýnir nýtt íslenskt verk í Túni á Húsavík í kvöld.

Skarpur kemur út í dag að venju og þar víða komið við. Fjallað er um mótmæli í Mývatnssveit vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar og m.a. birt grein eftir Mývetninginn og söngvarann Stebba Jak um málið. Viðtal er við ungt leikskáld og leikstjóra á Húsavík sem er að frumsýna sitt fyrsta verk í kvöld ásamt kátum krökkum. Greint frá því hvað helst verður á döfinni á Mærudögum en þar mæta m.a. í sinn gamla heimabæ heimsfrægar poppstjörnur á borð við Greifana og Birgittu Haukdal, að ógleymdum föðurbróður hennar, sjálfum Johnny King.  Húsavíkurvötnin eru skoðuð úr lofti. Gagnmerkar greinar eru í blaðinu eftir fyrrum bæjarstjórnarmenn á Húsvík, Örn Jóhannsson og Sigurjón Ben. Og við sögu koma einnig athafnamenn,  púkar á fjósbita, áhættuvefir, ungir frjálsíþróttamenn,  og margt fleira. JS

Nýjast