Sitthvað að finna í Skarpi í dag
Héraðsfréttablaðið Skarpur kemur að venju út í dag. Þar er sitt lítið af hverju sem lesa má og skoða. Í blaðinu er myndasyrpa frá hinum miklu framkvæmdum á Bakka þar sem verið er að reisa kísilmálmverksmiðju PCC. Rætt er við kvikmyndagerðarkonuna frá Kaldbak, Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur. Greint frá formlegri opnun steypireyðarsýningar Hvalasafnsins á Húsavík. Fjallað um aðalfund Völsungs, en félagið var rekið með hagnaði í fyrra. Sjóböðin á Húsavíkurhöfða er kynnt til sögunnar, svo og stærsta ráðstefnuhótel á Norðurlandi. Birt er ferðasaga Stúlknakórs Húsavíkur til Danmerkur.
Og við sögu koma einnig allskonar fyrirbæri á borð við ísbíltúr þingmanna, forsetakosningar, listamaðurinn Error, hugsanlegur skortur á Akureyringum, varglaust farghaust, framhaldsskóli í hástökki og margt fleira. JS