Sindri hugsanlega nefbrotinn

Körfuboltamaðurinn Sindri Davíðsson, leikmaður 1. deildar liðs Þórs, er hugsanlega nefbrotinn eftir átök í leik Ármanns og Þórs í 1. deild karla í körfubolta sl. föstudag. Sindri hefur verið einn besti maður Þórs þessa fyrstu leiki  og því ekki það sem Þórsarar þurftu á að halda, en liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. Þór mætir Breiðabliki á heimavelli á föstudaginn og að sögn Nebosja Vidic þjálfara Þórs er ólíklegt að Sindri verði með í þeim leik.

Nýjast