Símaskráin kvödd með virtum

Mynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson  -  ja.is
Mynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson - ja.is

Lokið er 111 ára sögu einhverrar mest lesnu bókar Íslandssögunnar - ef ekki þeirrar mest lesnu. Síðasta Símaskráin kom út í dag.

„Símaskráin hefur verið gefin út frá árinu 1905 og er nú síðasta útgáfa hennar komin í dreifingu. Hún hefur verið hluti af íslensku samfélagi í 111 ár og gegnt mikilvægu upplýsingahlutverki á heimilum landsmanna. Símaskráin hefur markað sér menningarlegan sess í samfélaginu og hefur kápa hennar endurspeglað tíðarandann hverju sinni,“ segir í tilkynningu frá Já sem gefur Símaskrána út.

Guðmundur Oddur Magnússon, Goddi, prófessor við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands hannaði kápuna að þessu sinni. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, hefur einnig ritað sögu símaskráarinnar sem er gefin út með henni. 17. maí verður svo opnuð sýning á Mokkakaffi á forsíðum Símaskrárinnar sem einkenna viss stíltímabil. 

„Aukin notkun stafrænna miðla hefur dregið úr notkun prentaðar Símaskrár á síðustu árum, 95% Íslendinga nota netið að staðaldri. Símaskráin er orðin barn síns tíma en við kveðjum hana með söknuði, ” segir Margrét Gunnlaugsdóttir, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri Já. /epe

Nýjast