Silvía í A- landsliðshóp Íslands

Silvía Rán Sigurðardóttir, varnarmaðurinn sterki hjá Þór/KA, hefur verið valinn í A- landslið Íslands í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Eistum á Laugardagsvelli fimmtudaginn 17. september næstkomandi. Rakel Hönnudóttir, fyrirliðið Þórs/KA, er sem fyrr í hópnum.

Silvía, sem er 17 ára gömul, kemur inn á liðið fyrir Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur sem dregur sig úr hópnum vegna meiðsla. Þetta er í fyrsta sinn sem Silvía er valinn í A- landsliðshópinn en hún hefur leikið þónokkra leiki með yngri landsliðunum.

Silvía er einmitt í hópi U19 ára landsliðsins, ásamt Örnu Sif Ásgrímsdóttur miðjumanni Þórs/KA, sem heldur til Portúgals föstudaginn 18. september næstkomandi, þar sem liðið leikur þrjá leiki í forkeppni EM.

Nýjast