Síldveiðar í Eyjafirði

Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson. Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson. Mynd: Hafþór Hreiðarsson

Rann­sókna­skipið Bjarni Sæ­munds­son RE-30 var við veiðar og sýna­töku í Eyjaf­irðinum í gær. Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu þar sem m.a. er talað við Ásmund Sveins­son skip­stjóra. Hann segir að verið sé að skoða stöðuna á síld í firðinum.

„Það er ein­hver smá síld hérna sem við höf­um verið að taka sýni úr en við erum núna á rækju- og síld­artúr,“ seg­ir Ásmund­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Haf­rann­sókna­skip­ið hef­ur verið við veiðar og sýna­töku í Arnar­f­irði, Húna­flóa, Skagaf­irði o.fl. stöðum frá 27. sept­em­ber.

 

Nýjast