Síldveiðar í Eyjafirði
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson RE-30 var við veiðar og sýnatöku í Eyjafirðinum í gær. Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu þar sem m.a. er talað við Ásmund Sveinsson skipstjóra. Hann segir að verið sé að skoða stöðuna á síld í firðinum.
„Það er einhver smá síld hérna sem við höfum verið að taka sýni úr en við erum núna á rækju- og síldartúr,“ segir Ásmundur í Morgunblaðinu í dag.
Hafrannsóknaskipið hefur verið við veiðar og sýnatöku í Arnarfirði, Húnaflóa, Skagafirði o.fl. stöðum frá 27. september.