SA Jötnar skelltu Skautafélagi Reykjavíkur í hörkuleik í Skautahöllinni fyrir norðan í gær, 8-7, á Íslandsmóti karla í íshokkí. Staðan var jöfn 7-7 eftir venjulegan leiktíma en það var gamla kempan Sigurður Sveinn Sigurðsson sem skoraði sigurmark norðanmanna í framlengingunni. Sigurður Sveinn, Lars Foder og Andri Mikaelsson skoruðu allir tvö mörk hver fyrir Jötna en hjá SR var Björn Róbert Sigurðsson markahæstur með tvö mörk en þeir Snorri Sigurbjörnsson, Guðmundur Björgvinsson, Kristján Gunnlaugsson, Egill Þormóðsson og Pétur Macck skoruðu sitt markið hver.
Þetta var aðeins annað tap SR á tímabilinu en stigið gæti þó reynst dýrmætt þegar uppi er staðið. Björninn hefur áfram 28 stig á toppi deildarinnar eftir 12 leiki, SA Víkingar hafa 21 stig í öðru sæti og SR 20 stig í því þriðja en bæði liðin hafa leikið níu leiki.