Sigurður segir skilið við SAMSTÖÐU

Sigurður Þ. Ragnarsson hefur ákveðið að segja skilið við SAMSTÖÐU flokk lýðræðis og velferðar. Stjórn SAMSTÖÐU þakkar Sigurði fyrir mikilvægt framlag hans við stofnun flokksins og óskar honum velfarnaðar í störfum sínum, segir í yfirlýsingu flokksins. Stjórnin tjáir sig ekki frekar um málið en mun halda áfram að beina kröftum sínum að undirbúningi þess mikla uppbyggingar- og málefnastarfs sem framundan er í SAMSTÖÐU.

 

Nýjast