Sigur og tap hjá Draupni

Draupnir lék tvo leiki í D- riðli 3. deildar karla í knattspyrnu um helgina. Á laugardaginn var sigraði Draupnir Leikni F. á Búðagrund með einu marki gegn engu og var það Víðir Örn Jónsson sem skoraði mark Draupnis í leiknum. Á sunnudaginn síðasta lék Draupnir gegn Huginn á Seyðisfjarðarvelli þar sem lokatölur urðu 6-2 sigur heimamanna. Víðir Örn Jónsson skoraði eitt marka Draupnis í leiknum en annað markið var sjálfsmark Hugans.

Dalvík/Reynir sótti Völsung heim á Húsavík sl. föstudag þar sem lokatölur á Húsavíkurvelli urðu 4-3 sigur Völsungs. Viktor Már Jónasson skoraði tvívegis fyrir Dalvík/Reynir í leiknum og Gunnar Már Magnússon gerði eitt mark. Eftir ellefu umferðir situr Draupnir í neðsta sæti riðilsins með sjö stig en Dalvík/Reynir er í þriðja sæti með 16 stig eftir 10 leiki.

Nýjast