Sigur fyrir áhugafélag

„Við erum að rifna úr stolti,” segir Halldór Sigurgeirsson formaður Freyvangsleikhússins. Félagið sýndi verkið Góði dátinn Svejk í Þjóðleikhúsinu sl. sunnudaginn og fékk sýning góðar mótttökur hjá áhorfendum. „Það er skemmst frá því að segja að við stútfylltum Þjóðleikhúsið og það voru rauðglóandi símalínur yfir að ná miðum. Ef það hefði verið rými fyrir fleiri sýningar hefðum við vafalítið getað fyllt leikhúsið í 1-2 skipti í viðbót. Þetta er bara mikill sigur fyrir áhugafélag,” sagði Halldór.

Freyvangsleikhúsið er nú komið í sumarfrí en Halldór segir næsta vetur óráðinn. „ Við höfum undanfarið tekið þrjú verkefni á vetri en það liggur ekki fyrir ennþá hvað verður. Það verður allavega eitthvað metnaðarfullt,” segir hann.

Nýjast