Sif ráðin forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

Sif Jóhannesdóttir.
Sif Jóhannesdóttir.

Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hefur ráðið Sif Jóhannesdóttur þjóðfræðing sem nýjan forstöðumann Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 15.nóvember n.k. Sif er með MA próf í hagnýtri menningarmiðlun, BA próf í þjóðfræði með guðfræði sem aukafag og með próf í  kennslufræði til kennsluréttinda á grunn- og framhaldskólastigi. Hún hefur starfað undanfarin misseri hjá Menningarmiðstöð Þingeyinga sem fræðslufulltrúi. Sif tekur við starfinu af Sigrúnu Kristjánsdóttur.

Nýjast