Síðustu skemmtiferðaskip sumarsins
Aðeins níu skemmtiferðaskip eiga eftir að koma til Akureyrar í sumar, næst skip sem væntanlegt er til Akureyrar er Oriana, sem leggst að bryggju 26. ágúst. Oriana er 69 þúsund brúttotonn og getur tekið um 1.800 farþega.
Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins er svo vætanlegt 13. september. Það er MV Plancius og er aðeins 3.400 brúttótonn og getur tekið 112 farþega.