14. september, 2009 - 08:49
Fréttir
Þór/KA leikur sinn síðasta heimaleik í sumar þegar liðið fær Aftureldingu/Fjölni í heimsókn í kvöld í Pepsi-
deild kvenna í knattspyrnu. Valsstúlkur hafa níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Stjörnunni í síðastu umferð en
mikil barátta er um annað sætið í deildinni milli þriggja liða. Þegar tvær umferðir eru eftir eru Þór/KA, Stjarnan og Breiðablik
öll jöfn að stigum með 33 stig. Leikur Þórs/KA og Aftureldingar/Fjölni hefst kl. 17:30 á Þórsvellinum og er sem fyrr frítt á
völlinn.