30. apríl, 2009 - 22:41
Fréttir
Opið verður í Hlíðarfjalli á morgun föstudag, laugardag og sunnudag og er þar um að ræða síðustu dagana sem opið verður
í vetur. Nú þegar hefur verið opið í Fjallinu í 151 dag og skíðadagarnir verða því 154 þegar upp verður staðið
sem er algjört met.
Að sögn Guðmundar Karls, forstöðumanns í Hlíðarfjalli, er nægur snjór í brekkunum en færið heldur blautt enda hafa verið
talsverð hlýindi síðustu daga. Opið verður frá kl. 10-16 á föstudag, laugardag og sunnudag. Þetta kemur fram á vef
Akureyrarbæjar.