Siðareglur samþykktar fyrir Bíladaga 2011

Bílaklúbbur Akureyrar samþykkti sérstakar siðareglur fyrir Bíladagshátíðina sem er framundan á Akureyri um helgina. Þar eru gestir hátíðarinnar hvattir til þess að ganga vel um og sýna íbúum og öðrum gestum bæjarins fyllstu tillitssemi. Siðareglurnar eru svohljóðandi:

Við göngum (keyrum) vel um bæinn okkar, jafnt gestir sem heimamenn. Virðum hámarkshraða í íbúðarhverfum sem og á vegum úti. Við spólum einungis á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar. Gestir Bíladaga eru jákvæðir og þar af leiðandi þrælskemmtilegir. Við berum virðingu fyrir náunganum og tökum höndum saman um að gera Bíladaga frábæra! Gestir Bíladaga ganga snyrtilega um umhverfi sitt.

Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, lýsir ánægju sinni með siðareglurnar og vonar að gestir Bíladaga gangi vel um og njóti hátíðarinnar í fullri sátt og samlyndi við bæjarbúa. Nánari upplýsingar um Bíladaga er að finna á heimasíðu Bílaklúbbs Akureyrar: http://www.ba.is/ 

Nýjast