Siðanefnd FSA tekið til starfa

Ný þverfagleg siðanefnd tók til starfa við FSA í apríl sl. Nefndin er skipuð samkvæmt reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Aðalmenn í siðanefnd eru; Sigmundur Sigfússon, formaður, Sigríður Sía Jónsdóttir, varaformaður, Sigurður Kristinsson, ritari, Gunnar Þór Gunnarsson, Guðrún Eggertsdóttir, Baldur Dýrfjörð og Margrét Guðjónsdóttir.  

Siðanefnd FSA fundar þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Gögn til nefndarinnar þurfa að hafa borist á mánudegi, 10 dögum fyrir fund hennar. Netfang nefndarinnar er: sidanefnd@fsa.is.

Í 4. grein reglugerðarinnar um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði segir: "Siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri. Framkvæmdastjórn sjúkrahússins skipar sjö manna siðanefnd til fjögurra ára í senn. Læknaráð sjúkrahússins, hjúkrunarráð sjúkrahússins, Háskólinn á Akureyri og landlæknir skulu tilnefna einn fulltrúa hver í nefndina og skal fulltrúi landlæknis vera óháður Sjúkrahúsinu á Akureyri. Auk þess skulu eiga sæti í nefndinni einn fulltrúi annarra heilbrigðisstétta tilnefndur af framkvæmdastjórn og tveir fulltrúar skipaðir af framkvæmdastjórn, án tilnefningar og skal annar þeirra vera læknir, en hinn lögfræðingur. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin veitir leyfi fyrir framkvæmd vísinda­rannsókna á heilbrigðissviði, sem gerðar eru á sjúkrahúsinu, við Háskólann á Akureyri eða í samstarfi Sjúkrahússins á Akureyri og Háskólans á Akureyri eða Háskóla Íslands." Þetta kemur fram á vef FSA.

Nýjast