Sextán liða úrslit Valitor-bikar kvenna hefjast í dag
Sextán liða úrslit Valitor-bikar kvenna í knattspyrnu hefjast í dag með fjórum leikjum. Á Þórsvelli er úrvalsdeildarslagur
milli Þórs/KA og Fylkis. Liðin mættust í deildarleik á dögunum og þar hafði Þór/KA betur á heimavelli 3:1.
Norðanstúlkur hafa hins vegar tapa tveimur leikjum í röð í deildinni síðan þá og má búast við hörkuleik á
Þórsvelli í dag.
Aðrir leikir dagsins í 16- liða úrslitunum:
Sindri-Afturelding kl. 16:00 Sindravellir
Stjarnan-Þróttur R. kl. 16:00 Stjörnuvöllur