20. janúar, 2009 - 14:14
Fréttir
Sex umsóknir bárust um embætti sóknarprests í Laufásprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Umsækjendur eru; sr. Bolli
Pétur Bollason, sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, Cand. theol., Sólveig Jónsdóttir Cand. theol., Stefán Karlsson, Cand. theol., Sveinbjörn
Dagnýjarson, Cand. theol. og Ævar Kjartansson
Embættið verður veitt frá frá 1. mars næstkomandi. Valnefnd velur sóknarprest. Hún er skipuð prófasti
Þingeyjarprófastsdæmis, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og níu fulltrúum prestakalls. Biskup Íslands skipar þann í
embættið til fimm ára sem valnefnd hefur náð samstöðu um.