Sex liða íshokkí deild í haust?

Svo gæti farið að sex lið muni leika á Íslandsmóti karla í íshokkí næsta vetur en uppi eru hugmyndir um að öll þrjú liðin, SA, SR og Björninn, muni tefla fram tveimur liðum í haust. Það myndi þá vera án innbyrðisviðureigna.

SA telfdi fram tveimur liðum sl. vetur en ekkert varð úr því að önnur lið gerðu slíkt hið sama, en það mun hafa staðið til.Fram kemur á heimasíðu SA að verið sé að skoða ýmsa möguleika í stöðunni og þá fyrst og fremst hvort nauðsynlegur leikjafjöldi komist fyrir í annars þétt skipaðri stundatöflu vetrarins og hvernig úrslitakeppninni yrði háttað.

Einnig er verið að ræða fyrirkomulag sem heimilar leikmönnum að fara á milli liða eða hve margir og hverjir geti spilað með báðum liðum innan síns félags. 

Nýjast