15. apríl, 2009 - 10:34
Fréttir
Alls komu sex fíkniefnamál til kasta lögreglunnar á Akureyri um sl. páskahelgi. Í öllum tilvikunum var um svokölluð neyslu- og
vörslumál að ræða. Hald var lagt á nokkra tugi gramma af amfetamíni og kannabisefnum auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu.
Þá voru fjórir ökumenn handteknir og kærðir vegna gruns um akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna og einn grunaður um ölvun við
akstur. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.