Sex aðilar hafa lýst yfir áhuga á gerð Vaðlaheiðarganga

Sex aðilar hafa lýst yfir áhuga á að grafa Vaðlaheiðargöng og byggja tilheyrandi vegskála. Fleiri gætu bæst í hópinn, en frestur til að skila inn gögnum í forvalið rann út síðdegis í gær. Fyrirtæki sem hafa áhuga á að ráðast í þessa stórframkvæmd höfðu frest fram til klukkan fjögur í gær til að taka þátt í forvali Vegagerðarinnar. Sex hafa þegar skilað inn gögnum, þar af tvö íslensk fyrirtæki.  

Íslensku fyrirtækin eru Ístak og Norðurverk en á bak við Norðurverk eru sex fyrirtæki í Eyjafirði. Fyrirtækin eru: Árni Helgason ehf., SS Byggir ehf., Skútaberg ehf, GV Gröfur ehf, Rafeyri ehf. og Norðurbik ehf. Hin fjögur eru samvinnuverkefni erlendra og íslenskra fyrirtækja. Kristján L. Möller alþingismaður og stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum ehf, er ánægður með niðurstöðu forvalsins. Kristján sagði að næsta skref væri að yfirfara gögnin en hann vonast til að niðustaða liggi fyrir fljótlega og að hægt verði að bjóða verkið út eftir um það bil mánuð. Gangi það eftir ætti að vera hægt að opna tilboð framkvæmdina fljótlega eftir verslunarmannahelgi.

Nýjast