Settu í sama laxinn á nánast sömu sekúndu í Skjálfandafljóti

Þeir félagar Sigurður Guðmundsson verslunarmaður og bæjarfulltrúi á Akureyri og Sveinn Aðalgeirsson starfsmaður Eimskips lentu í hreint ótrúlegri uppákomu í vikunni, þar sem þeir voru við veiðar í Fosspolli í Skjálfandafljóti. Þeir settu í sama laxinn á nánast sömu sekúndu og náðu að landa honum með góðri samvinnu. Sigurður og Sveinn hafa veitt í áratugi, en þeir höfðu aldrei heyrt af svona uppákomu áður. Um tíu metrar voru á milli þeirra og báðir voru að veiða á maðk. Laxinn kokgleypti öngul Sigurðar en öngull Sveins var í kjaftvikinu. 

Þeir höfðu á orði þegar laxinn var kominn á land, að báðir væru þeir komnir með fjóra og hálfan lax, eða samtals níu. Alls fengu þeir félagar 14 laxa í ferðinni og misstu auk þess fjölmarga fiska.

Nýjast