Sérstök styrktarsýning á kabarett Freyvangsleikhússins

Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit hefur ákveðið að efna til sérstakrar styrktarsýningar á kabarettinum "Skítt með kerfil - tökum slátur!" fimmtudaginn 13. nóvember kl. 21:00. Allur ágóði sýningarinnar rennur til styrktar Jóni Gunnari Benjamínssyni.  

Jón Gunnar dvelur nú í Frakklandi vegna meðferðar í kjölfar slyss sem hann lenti í s.l. haust. Hann hefur verið góður félagi í leik og starfi Freyvangsleikhússins í mörg ár.
Aðgangseyrir er 1.500,- kr. Tæplega þrjúhundruð manns sáu kabarettinn um síðustu helgi og var góður rómur gerður að sýningunni. Látið ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá ykkur fara, segir vef Freyvangsleikhússins.

Nýjast