Við tjáum okkur ekkert um einstök mál eða um stöðu tiltekinna einstaklinga, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari í samtali við Vikudag, aðspurður um hvort Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson nýráðinn framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, AFE, hefði stöðu grunaðs manns í rannsókn embættisins og hvort hann gæti staðfest að Þorvaldur hefði vegna fyrri starfa sinna hjá Saga Fjárfestingarbanka og sem framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi til ársins 2006 aðstoðað sérstakan saksóknara í rannsóknum embættisins á málefnum Glitnis og Kaupþings", eins og greint var frá í fréttatilkynningu AFE.
Fram kom hjá Geir Kristni Aðalsteinssyni stjórnarformanni AFE í hádegisfréttum RÚV að ekki hafi verið sannreynt hjá sérstökum saksóknara hver staða Þorvaldar var áður en hann var ráðinn, en byggt var á frásögn Þorvalds sjálfs.