Akureyringurinn Karl Ólafsson starfar hjá ferðafyrirtækinu Nordic Luxury og er einn af stofnendum fyrirtækisins sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir í Skandinavíu fyrir efnamikið fólk. Líkt og Akureyringar og aðrir nærsveitarmenn hafa tekið eftir síðustu daga hefur sannkölluð lúxussnekkja legið á Pollinum og fengið mikla athygli. Þessi 39 milljarða króna snekkja kom til Akureyrar í gegnum Nordic Luxury en snekkjan er í
eigu rússneska auðkýfingsins Andrey Melnichenko sem var í fyrra talinn 137 ríkasti maður í heimi.
Rætt er við Karl Ólafsson í prentúgáfu Vikudags sem kom út í gær.
-Vikudagur, 5. maí