Sendinefnd Háskólans á Grænlandi í heimsókn á Akureyri

Þessa dagana er sendinefnd frá Háskólanum á Grænlandi (Ilisimatusarfik) ásamt sendifulltrúa Grænland…
Þessa dagana er sendinefnd frá Háskólanum á Grænlandi (Ilisimatusarfik) ásamt sendifulltrúa Grænlands á Íslandi, Tove Søvndahl Gant, í heimsókn hjá Háskólanum á Akureyri. Mynd: Unak.is

Þessa dagana er sendinefnd frá Háskólanum á Grænlandi (Ilisimatusarfik) ásamt sendifulltrúa Grænlands á Íslandi, Tove Søvndahl Gant, í heimsókn hjá Háskólanum á Akureyri. Sendinefndin samanstendur af rektor háskólans, Gitte Adler Reimer, Henriette Nolsøe Rosing, framkvæmdastjóra og Paul Erik Mathiasen, tæknistjóra. Greint er frá þessu á vef HA.

Tilgangur heimsóknarinnar er að kynnast þeirri reynslu sem HA hefur af fjarkennslu og sveigjanlegu námi og kortleggja hvar háskólarnir geta unnið saman á sviði kennslu og rannsókna.  

Undirritaður var samstarfssamningur milli háskólanna sem miðar að því að yfirfæra þá þekkingu og reynslu sem skapast hefur við HA með fjarnámi.  

„Það er skýr stefna hjá Háskólanum á Grænlandi að auka sveigjanlegt nám og það gleður okkur hér við HA að leitað sé til okkar hvað samstarf varðar á þessu sviði,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.


Athugasemdir

Nýjast