Selja gjafavöru til styrktar börnum og mæðrum í Kenía

Þessa daganna er verið að byggja athvarf fyrir konur, leikskóla og skóla í Kenía.
Þessa daganna er verið að byggja athvarf fyrir konur, leikskóla og skóla í Kenía.

Flóttamaðurinn Paul Ramses og fjölskylda eru væntanleg til Akureyrar á morgun miðvikudag og munu þau dvelja í bænum fram á sunnudag. Tilgangurinn er að selja allskyns fallega gjafamuni frá Kenía og fær fjölskyldan að setja upp sölubás á Glerártorgi þessa daga. Tilefnið er söfnun fyrir verkefni sem Paul og Rosmary kona hans vinna að fyrir munaðarlaus börn og fátækar einstæðar mæður í Kenía. Paul kom til landsins árið 2008 frá Kenía með fjölskyldu sinni og vakti mál hans mikla athygli á sínum tíma. Hann var ofsóttur, pyntaður og fangelsaður í heimalandi sínu vegna pólitískra skoðanna sinna og beið þess lengi að fá dvalarleyfi hér á landi. Nú hefur hann komið sér fyrir ásamt konu sinni og tveimur börnum í Hafnarfirði og safnar fyrir hjálparstarfi sínu; Tears Children Charity Scool, sjá á facebook: (http://www.facebook.com/groups/170555013039986/) sem er þessa daganna að byggja athvarf fyrir konur, leikskóla og skóla í Kenía.

Nemendur úr Verslunarskóla Íslands fóru nú um miðjan febrúar til að aðstoða við uppbyggingarstarfið í Kenía. Paul og kona hans verða með sölubás á Glerártorgi fram á sunnudag sem fyrr segir og vonast til að bæjarbúar taki vel í að styðja þau í uppbyggingarstarfinu. Munu þau selja hálsmen, eyrnalokka, armbönd, skálar sem og fleiri fallega muni sem eru handgerðir í Kenía. Allur ágóði rennur til Tears Children verkefnisins.

Nýjast