Seldi 365 íbúðir, þar af 21 á Norðurlandi

Akureyri
Akureyri

Stærsta einstaka opna söluferlið í sögu Íbúðalánasjóðs er nú yfirstaðið með undirritun kaupsamninga síðustu daga. Það eru 21 íbúð á Norðurlandi meðal þeirra 356 um allt land sem auglýstar voru í opnu söluferli. Íbúðirnar fara að miklu leyti til leigufélaga sem hyggjast leigja þær út áfram, Þetta kemur fram á vef Íbúðalánasjóðs. Fram kem­ur í til­kynn­ingunni að heild­ar­sölu­verðmæti íbúðanna nemi rúm­um 6,4 millj­örðum króna sem sé 864 millj­ón­um króna yfir skráðu virði þeirra í bók­um sjóðsins.

„Nettóáhrifin á rekstur Íbúðalánasjóðs í ár nema í kringum 900 milljónum króna. Þá mun salan draga umtalsvert úr rekstarkostnaði sjóðsins þar sem umsýsla og viðhald vegna íbúðanna 356 fellur niður. Sjóðurinn á nú um 900 íbúðir og stefnir á að selja meirihluta þeirra fyrir lok ársins,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Íbúðalána­sjóður eignaðist flestar íbúðanna í kjöl­far banka­hruns­ins 2008.

Fjór­ir aðilar kaupa íbúðirn­ar. Um er að ræða 106 íbúðir á Aust­ur­landi, 21 íbúð á Norður­landi, 6 íbúðir á Vest­fjörðum, 27 íbúðir á Vest­ur­landi, 108 íbúðir á Suður­nesj­um og 88 íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu. Sölu­ferlið hófst í des­em­ber og bár­ust rúm­lega 40 til­boð. 

Eftirtaldir áttu hæstu tilboðin og hafa skrifað undir kaupasamning:

Leigufélagið Heimavellir slhf           139 eignir           1.829 m.kr.

BK eignir hf                                      153 eignir           3.740 m.kr.

Kurr ehf                                                31 eign               369 m.kr.

Leigufélagið Stefnir slhf                    33 eignir               476 m.kr.

/epe

Nýjast