SBA-Norðurleið fyrirtæki ársins

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands afhendir Ingibjörgu Elínu Jónasdót…
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands afhendir Ingibjörgu Elínu Jónasdóttur viðurkenningunni sem hún tók við fyrir hönd SBA. Mynd Markaðsstofa Norðurlands

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin að nýju, en engin hátíð var haldin árið 2020 vegna heimsfaraldurs. Að þessu sinni var farið um vestanverðan Eyjafjörð, fyrirtæki voru heimsótt á Dalvík og Ólafsfirði áður en haldið var í Fljótin og þaðan á Siglufjörð.

Að venju voru veittar viðurkenningar og var fyrirtæki ársins 2021 valið, SBA Norðurleið. 

Þessa viðurkenningu fá fyrirtæki sem hafa skapað sér sterka stöðu á markaði og hafa unnið að uppbyggingu, vöruþróun og nýsköpun í ferðaþjónustu á Norðurlandi.

SBA Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöð í Hafnarfirði og er með flota af 80 vel útbúnum bifreiðum til sumar- og vetraraksturs. Góð þjónusta hefur ávallt verið í fyrirrúmi hjá fyrirtækinu og hefur það verið mjög öflugt í að nýta þau tækifæri sem gefast til að byggja upp aukna starfsemi á Norðurlandi. SBA er enda þekkt fyrir að geta tekist á við hvaða aðstæður sem er.


Athugasemdir

Nýjast