Snekkja í eigu rússneska auðkýfingsins Andrey Melnichenko sem var í fyrra talinn 137 ríkasti maður í heimi hefur legið á Pollinum við Akureyri í dag.
Snekkjan er hin glæsilegasta enda má hún vera það því hún kostar skildinginn eða rúmlega 323 miljónir dala, snarað yfir í íslenskar krónur eru það litlir 39 milljarðar. Það mætti kaupa nokkra grásleppubáta fyrir það.
Philippe Starck hannaði snekkjuna sem heitir „A“. Það er ýmislegt hægt að gera á snekkjunni, s.s. að skella sér í sund, á barinn, nú eða lenda þyrlunni sinni á þyrlupallinum sem finna má á um borð. Þá kemst engin inn í aðalsvefnherbergið nema komast fyrst framhjá fingrafaraskannanum, en 5 manneskjur hafa aðgang.
Hér að neðan má sjá þegar Wall Street Journal leit inn i snekkjuna árið 2012.