Sandra María í hópnum sem fer á EM
Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna í knattspyrnu, hefur valið 18 manna hóp sem tekur þátt í úrslitakeppni EM í Sviss. Í hópnum er einn leikmaður frá meistaraflokki Þórs/KA en það er Sandra María Jessen.
Þessi úrslitakeppni fjögurra þjóða stendur frá 28. - 31. júlí og leikur Ísland gegn Spáni í undanúrslitum, fimmtudaginn 28. júlí, en Spánverjar eru núverandi handhafar þessa titils. Í hinum undanúrslitaleiknum leika Þjóðverjar og Frakkar.Sigurvegarar undanúrslitaleikjanna leika svo til úrslita, sunnudaginn 31. júlí, en tapliðin etja kappi í leik um 3. sætið sama dag.
Hópurinn er þannig skipaður:
Lára Kristín Pedersen | Afturelding | 230594 | 13 | - | Miðjumaður | ||||
Aldís Kara Lúðvíksdóttir | FH | 070194 | 13 (17) | - | Framherji | ||||
Eva Núra Abrahamsdóttir | Fylkir | 230294 | 10 (1) | - | Miðjumaður | ||||
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir | Grindavík | 140194 | - | - | Varnarmaður | ||||
Glódís Perla Viggósdóttir | HK | 270695 | 16 (4) | - | Varnarmaður | ||||
Sigríður Lára Garðarsdóttir | ÍBV | 110394 | 12 (1) | - | Miðjumaður | ||||
Svava Tara Ólafsdóttir | ÍBV | 220794 | 10 | - | Varnarmaður | ||||
Arna Lind Kristinsdóttir | Keflavík | 270794 | 10 | - | Markvörður | ||||
Guðmunda Brynja Óladóttir | Selfoss | 030194 | 17 (13) | 5 | Framherji | ||||
Guðrún Arnardóttir | Selfoss | 290795 | 5 | - | Varnarmaður | ||||
Telma Þrastardóttir | Stabæk | 290395 | 14 (6) | 2 | Framherji | ||||
Anna María Baldursdóttir | Stjarnan | 280894 | 9 | 3 | Varnarmaður | ||||
Írunn Þorbjörg Aradóttir | Stjarnan | 260594 | 16 | - | Varnamaður | ||||
Elín Metta Jensen | Valur | 010395 | 11 (15) | - | Framherji | ||||
Hildur Antonsdóttir | Valur | 180995 | 14 (5) | 3 | Varnarmaður | ||||
Ingunn Haraldsdóttir | Valur | 040795 | 11 | Miðjumaður | |||||
Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir | Víkingur R. | 180494 | - | - | Markvörður | ||||
Sandra María Jessen | Þór | 180195 | 4 | Miðjumaður |