Samtökin Drekaslóð með fyrirlestra á Akureyri

Samtökin Drekaslóð í Reykjavík, sem eru samtök sem aðstoða þolendur hvers konar ofbeldis, verða með fyrirlestra í Rósenborg á Akureyri á morgun, þriðjudaginn 12. júlí kl. 10.30. Á miðvikudag ætla Drekarnir í Drekaslóð svo að hafa vinnudag með Aflskonum á Akureyri. Að Drekaslóð stendur hópur fólks með mikla reynslu og þekkingu á afleiðingum ofbeldis og að starfinu koma bæði konur og karlar.  

Alla verða þrír fyrirlestrar á þriðju hæð í Rósenborg á morgun, Hjördís Guðlaugsdóttir mun kynna BA rannsókn sína á afleiðingum ofbeldis á heilsu þolandans. Thelma Ásdísardóttir mun kynna framhaldshópa eins og hópinn um hvernig á að setja mörk og helgarhópanna og Ingibjörg Kjartansdóttir mun kynna námskeið um reiðistjórnun fyrir fullorðna. Aðgangseyrir er kr. 2.000.

Nýjast