Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til mótmælastöðu við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst nk. kl. 14:30, til að mótmæla aðflugsæfingum bandarískra orrustuflugvéla og vörslu hergagna á flugvellinum. Samtökin mótmæla harðlega þeim heræfingum NATO sem hér eru stundaðar undir yfirskyni loftrýmisgæslu fyrir Ísland.
„Þær ógnir sem nú steðja að Íslensku sjálfstæði eru frá amerískum og evrópskum fjármálakapítalisma. NATO er hernaðararmur þeirra afla. NATO er úlfurinn sem á að vernda lambið," segir m.a. í tilkynningu frá samtökunum.