Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi mótmæla

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna fyrirhugaðrar aðflugsæfinga á Akureyrarflugvelli og vörslu hergagna undir yfirskini loftrýmiseftirlits. Þar lýsa þeir m.a. yfir furðu sinni á því að utanríkisráðherra þjóðarinnar, Össur Skarphéðinsson, skuli samþykkja aðflugsæfingarnar.

"Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi lýsa furðu sinni á því að utanríkisráðherra þjóðarinnar skuli heimila aðflugsæfingar orrustuflugvéla Atlantshafsbandalagsins og vörslu hergagna þess á Akureyrarflugvelli undir yfirskini loftrýmiseftirlits. Samtökin krefjast þess að herafli bandalagsins yfirgefi Akureyri án tafar og að utanríkisráðherra biðji þjóðina afsökunar á þeirri fylgisspekt hans við Bandaríkjaher sem hér birtist. Slíkur stuðningur við núverandi útþenslustefnu Bandaríkjanna og NATO – í norðurhöfum sem öðrum heimshlutum – þjónar ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar og er neyðarleg uppákoma fyrir sitjandi vinstri stjórn," segir í tilkynningunni.

Nýjast