Samþykkt í bæjarstjórn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Dalsbrautar
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og VG sátu hjá. Áður hafði tillaga Ólafs Jónssonar Sjálfstæðisflokki, þess efnis að vísa tillögunni aftur til skipulagsnefndar, þar sem leiðréttingar voru gerðar á henni, verið felld. Jafnframt var tillaga Guðmundar Baldvins Guðmundssonar Framsóknarflokki, þess efnis að framkvæmdum við Dalsbraut yrði frestað, þar sem ekki væri þörf fyrir götuna, einnig felld. Fram kom á fundi bæjarstjórnar að auglýsingaferlið taki sex vikur og að á þeim tíma geti bæjarbúar lagt fram sínar athugasemdir. Einnig kom fram að stefnt sé að því að ljúka skipulagsferlinu fyrir áramót og bjóða framkvæmdir við lagningu Dalsbrautar út í byrjun næsta árs.