Samþykkt að taka upp viðræður við KA um endurskoðun á uppbyggingarsamningi

Bæjarráð tók fyrir á ný á fundi sínum í morgun, beiðni KA um að Akureyrarbær flýti framkvæmdum við væntanlegan gervigrasvöll á félagssvæði KA um eitt ár þannig að vinna við jarðvegsframkvæmdir hefjist í haust og völlurinn lagður gervigrasi vorið 2012. Bæjarráð samþykkti að taka upp viðræður um endurskoðun á uppbyggingarsamningi við Knattspyrnufélag Akureyrar frá árinu 2007.  

Bæjarráð tilnefndi Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista í viðræðuhópinn og óskaði eftir tilnefningu 2ja fulltrúa íþróttaráðs. Með hópnum munu starfa bæjarstjóri og framkvæmdastjóri íþróttadeildar. Fulltrúar KA, þau Hrefna G. Torfadóttir formaður og Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri, mættu á fund bæjarráðs í morgun og fóru þar yfir málið.

Nýjast