Samsýning myndlistarmanna í Mývatnssveit

Hópur myndlistarmanna opnar sýninguna; Lýðveldið við vatnið, í Hlöðunni, Reykjahlíð IV og í forsal Reykjahlíðarkirkju við Mývatn, laugardaginn 30. maí, kl. 15.00 og stendur hún til mánudagsins 1. júní. Sýningarverkefnið hefur hlotið styrk frá Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna.  

Hópinn skipa Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir, sem allar eru virkar í myndsköpun og hafa hlotið bæði innlendar og erlendar viðurkenningar.  Sýningin við Mývatn er sú fyrsta af þremur samsýningum hópsins sem opnaðar verða í sumar undir yfirskriftinni „Lýðveldið" og verða hinar tvær síðarnefndu opnaðar í Ólafsbragga á Eyri við Ingólfsfjörð, Ströndum, og í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar við Varmá í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Verkefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

Nýjast