Hópinn skipa Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir, sem allar eru virkar í myndsköpun og hafa hlotið bæði innlendar og erlendar viðurkenningar. Sýningin við Mývatn er sú fyrsta af þremur samsýningum hópsins sem opnaðar verða í sumar undir yfirskriftinni „Lýðveldið" og verða hinar tvær síðarnefndu opnaðar í Ólafsbragga á Eyri við Ingólfsfjörð, Ströndum, og í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar við Varmá í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Verkefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.