Samstarfshópur ráðherra fundar um ástand Mývatns

Þriðji fund­ur Sam­starfs­hópur sem á að taka sam­an upp­lýs­ing­ar um ástand Mý­vatns fundaði í þriðja sinn í gær. Um­hverf­is- og auðlindaráðherra skipaði hópinn um miðjan síðasta mánuð.

Hópnum er gert að skila af sér sam­an­tekt til ráðherra fyr­ir 17. júní næst­kom­andi.

Jón Óskar Pét­urs­son­, sveit­ar­stjóri Skútustaðahrepps, segir fundina hafa gengið vel. Það sé enn tími til stefnu og stefnt sé á að klára sam­an­tekt­ina í tæka tíð. 

Skorað hef­ur verið á rík­is­stjórn­ina að grípa til aðgerða til að vernda líf­ríki Mý­vatns og Laxár sem sé í bráðri hættu vegna nær­ing­ar­efna­auðgun­ar.

Hlut­verk hóps­ins er að draga sam­an bestu fá­an­lega þekk­ingu um:

  • Ástand Mý­vatns og Laxár og líf­rík­is þess og þann vanda sem við blas­ir þar sér­stak­lega nú.
  • Hverj­ar séu helstu upp­sprett­ur nær­ing­ar­efna sem ber­ast í Mý­vatn og lík­leg­ar or­sak­ir þess vanda sem nú er við að eiga.
  • Hvaða aðgerðir koma til greina til að reyna draga úr ofauðgun og bakt­eríu­blóma í vatn­inu.
  • Hvernig unnt sé að bæta vökt­un og upp­lýs­inga­gjöf um ástand vatns­ins og líf­ríki þess.

 

Nýjast