Samstaða og samvinna

Þing Starfsgreinasambandsins er haldið í Hofi á Akureyri/mynd Karl Eskil
Þing Starfsgreinasambandsins er haldið í Hofi á Akureyri/mynd Karl Eskil

Fjórða þing Starfsgreinasambands Íslands var sett í Hofi á Akureyri síðdegis í dag undir yfirskriftinni Samstaða og samvinna. Þingið mun fjalla um kjaramál í aðdraganda kjarasamninga, atvinnumál almennt, húsnæðismál og fleira.

„Að þessu sinni höldum við þing okkar undir slagorðinu „Samstaða og samvinna“ til að minna á mikilvægi þess að við stöndum saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Samstaða og samvinna er einnig hornsteinn Starfsgreinasambandsins, sem er og á að vera, vettvangur sameiginlegrar kjarabaráttu, samtök með meira afli en einstök félög geta haft, til að mynda þann slagkraft sem nauðsynlegur er í baráttu við atvinnurekendur og ríkisvald,“ sagði Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, er hann setti þingið.

Nýjast