Nemendur úr grunnskólum landsins útskrifast í vor eftir nýju einkunnakerfi þar sem bókstafir lýsa hæfni nemenda. Þá er einnig í fyrsta sinn gert ráð fyrir að skólar skili samræmdum vitnisburði. Þetta er gert til að samræma þær upplýsingar sem nemendur fá á vitnisburðarskírteini við lok grunnskólans á öllu landinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Menntamálastofnun.
„Aðalnámskrá grunnskóla leggur línurnar með hvað á að meta en Menntamálastofnun hefur unnið að þróun og hönnun þessa samræmda vitnisburðarskírteinis, því taka þurfti ýmsar ákvarðanir um útfærslur, í samráði við skólasamfélagið og aðra haghafa. Þannig er nú loksins komið heildstætt og samræmt námsmat við lok grunnskóla og leiðbeiningar um samræmda birtingu vitnisburðarins,“ segir jafnframt í tilkynningunni. /epe.
Útfærsla Menntamálastofnunar á vitnisburðarskírteini er aðgengileg öllum á Upplýsingavefur um námsmat.