Einnig voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar, drög að þjónustusamningi Minjasafnsins á Akureyri og aðildarsveitarfélaga. Fyrir lá minnisblað frá fundi með forstöðumanni safnsins en þar kemur m.a. að þjónustusamningurinn sé tilkominn þar sem Héraðsnefnd Eyjafjarðar útdeili ekki lengur kostnaði við safnið. Minjasafnið er sjálfseignarstofnun og þarf því að gera þjónustusamning við þau sveitarfélög sem að rekstrinum standa. Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi samningsdrög og var oddvita falið að undirrita samninginn.