"Gert er ráð fyrir því að Akureyrarbær taki lán hjá Íbúðalánasjóði vegna verkefnisins en ríkið skuldbindi sig til þess að greiða leigu sem svari til 85% kostnaðar á 40 árum. Endanleg ákvörðun um staðsetningu liggur ekki fyrir en sú ákvörðun verður líka tekin innan skamms," segir Hermann Jón. Áætlaður kostnaður við þessa framkvæmd er 1.100-1.200 milljónir króna.
Hin sveitarfélögin átta sem koma að verkefninu eru; Mosfellsbær, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnanes, Reykjanesbær, Borgarnes og Egilsstaðir. Heildarkostnaður við byggingu allra 360 hjúkunarrýmanna er áætlaður um 9 milljarðar króna og er talið að um 1.200 ársverk í byggingariðnaði skapist við framkvæmdirnar.