Þeir sem taka þátt í verkefninu eru meðal annars leikarar, dansarar, amma mín og vinir hennar, myndlistafólk, unglingar, tónlistarfólk, smiðir, leikmyndahönnuðir, fatahönnuðir, grafískir hönnuðir, förðunarfræðingar, bílstjórar og matráðsfólk svo eitthvað sé nefnt - allt af áhuga og í sjálfboðavinnu. "Við notum ekki handrit heldur fynnum við sýninguna í rýminu, sögu þess og fólkinu sem tekur þátt. Við sýnum ekki á sviði heldur umbreytum við óvenjulegum rýmum í annan heim," segir í fréttatilkynningu.
Hópurinn leitar nú að spennandi auðu húsi eða eyðibýli á Akureyri undir sýninguna en æfingar hefjast 16. febrúar næstkomandi. Verkefnið er styrkt af Vinnumálastofnun, Akureyrarstofu og Rósenborg. Allar upplýsingar um verkefnið er að fynna á akureyri.is/samlist eða facebook undir samlist á Akureyri. Skráning á samlist@akureyri.is