Samkomulag um meirihlutasamstarf á Akureyri

L-listinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafa náð saman um myndun nýs meirihluta á Akureyri. Í yfirlýsingu frá oddvitum flokkana þriggja segir að áframhaldandi vinna við málefnasamning taki við næstu daga sem flokkarnir munu leggja fyrir sitt bakland. Nýr meirihluti ætlar að ráða bæjarstjóra.

Undir yfirlýsinguna skrifa þau Halla Björk Reynisdóttir L-listanum, Guðmundur Baldvin Guðmundsson Framsóknarflokknum og Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingunni.

Nýjast