Samkomulag um fjármögnun Vaðlaheiðarganga undirritað

Samkomulag um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað á Akureyri í dag. Útboðsgögn vegna byggingar Vaðlaheiðarganga verða afhent næstkomandi föstudag og reiknað er með að tilboð verði opnuð 4. október nk. Allir sex sem óskuðu eftir að fá að bjóða í framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng reyndust hæfir. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs.  

Það var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sem undirritaði samkomulagið, sem er á milli fjármálaráðuneytisins og Vaðlaheiðarganga hf., sem Vegagerðin á 51% hlut í og Greið leið ehf. á 49% hlut í. Áður hafði Kristín H. Sigurbjörnsdóttir formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga undirritað samkomulagið.

Nýjast